Litlar íbúðir í New York

adAPT íbúðasamkeppnin

Borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, tilkynnti í byrjun þessa árs niðurstöður í samkeppni sem þar var efnt til í júlí á síðasta ári um hönnun lítilla íbúða, en 1,8 millj. af íbúum borgarinnar búa einir eða tveir saman í íbúð. Í borginni eru núna einungis ein milljón  eins og tveggja herbergja íbúðir. Margar aðrar borgir m.a. Boston og London eru nú að vinna að svipuðum hugmyndum til þess að mæta óskum íbúanna og laða til sín ungt fólk.

Í ræðu við afhendingu verðlauna í þssari samkeppni, þar sem 33 tillögur bárust, minntist Michael Bloomberg m.a. á að talið er að nú þegar vanti um 800.000  litlar íbúðir fyrir þetta fólk í New York á skaplegu verði og þessi eftirspurn eigi bara eftir að aukast. „Þetta þýðir líka að nauðsynlegt er að breyta núgildandi byggingarlöggjöf til þess að hægt sé að byggja þannig litlar íbúðir sem þetta fólk sárlega vantar. Núgildandi byggingarlöggjöf var sniðin að aðstæðum sem eru að mörgu leyti mjög ólíkar raunveruleika og tæknistigi dagsins í dag og ekki nema sanngjarnt að hún þjóni fólkinu og vandamálum þess en ekki öfugt.“ http://www.bustler.net/index.php/article/nyc_mayor_bloomberg_announces_winner_of_adapt_nyc_mirco-unit_apartment_comp/Til stendur að breyta byggingarsamþykkt borgarinnar til þess að hægt sé að byggja þessar  litlu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í septembr 2015 í 55 íbúða húsi. Íbúðareiningarnar, sem eru 23 – 34 m2 að stærð eru búnar til í verksmiðju og fluttar nær fullbúnar á viðkomandi lóð.

Auðvelt er að breyta íbúðinni eftir þörfum húsráðanda.

Vinningstillagan og fjórar aðrar verða sýndar í borgarsafni New York borgar (the Museum of the City of New York) á sýningu sem ber heitið „Making Room: New Models for Housing New Yorkers. Þar verður áhersla lögð á að sýna hvernig hugsanlegt er að koma til móts við breytta fjölskyldustærð og lífsvenjur New York búa og hvetja til umræðu um þessi mál. Hægt er að skoða þær fimm tillögur sem náðu lengst í þessari samkeppni á eftirfarandi hlekk:http://ny.curbed.com/archives/2013/01/23/meet_the_five_finalists_in_nycs_microapartment_competition.php

Nú er fyrirhugað að byggja 14.500 íbúðir í gömlum hverfum Reykjavíkur til ársins 2030 og ekki væri úr vegi að forráðamenn húsnæðismála, höfundar nýrrar byggingarsamþykktar, sveitarstjórnarmenn, skipulagsfræðingar og aðrir sem fjalla um þessi mál gerðu sér ferð á næstunni til New York til að skoða þessa sýningu og kynna sér þessi mál nánar.

 

SAV hlýtur 1. verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um viðbyggingu Menntaskólans við Sund

SAV hlaut nýverið fyrstu verðlaun í samkeppni um viðbyggingu menntaskólans við Sund (sjá http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7183).

Nýr inngangur Menntaskólans við Sund

Höfundar voru Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Akos Doboczy, arkitekt og Zoltán V. Horváth, arkitekt. Í umsögn dómnefndar um tillöguna segir:

„Hrífandi og hnitmiðuð tillaga sem vinnur einstaklega vel með áherslur skólans svo úr verður heildstæð og spennandi skólabygging. Höfundar hafa náð því markmiði að hanna byggingu sem fellur vel að framsæknu skólastarfi, samhliða því að gera hana að góðum granna í hverfinu.Viðbyggingin er í grunninn byggð á einföldum, uppbrotnum formum þannig að hún samræmist „skala“ núverandi skólabyggingar. Virðing er borin fyrir því sem fyrir er og sem dæmi er þetta er sú tillaga sem breytir hvað minnst útliti núverandi stjórnunarálmu. Gott samspil er á milli núverandi bygginga og viðbyggingar og skírskotar hún að hluta til núverandi húsa bæði í formum og efnisvali. Viðbyggingin hefur þó sín sérkenni m.a. sólskerma úr lerkivið og frjálslega formað bókasafn. Efnisval er mjög fallegt og mynda hvítir steyptir fletir ásamt lerki og grasþökum aðlaðandi umgjörð. Notkun viðar á svölum, í aðalanddyri sem og utanhúss, gefur húsinu hlýlegt yfirbragð. Við nánari útfærsluá lerkihjúp þarf að huga vel að sýn út úr íverurýmum.

Grunnmyndir viðbyggingarinnar eru einfaldar, skýrar og vandvirknislega unnar. Miðlægur salur og breiður gangur í núverandi stjórnunarálmu tengja viðbyggingu við eldri byggingar. Staðsetning steinasafns skólans í mjóum innigarði, á milli salar og gangs, er mjög frumleg lausn sem gerir áherslu skólans á náttúruvísindi hátt undir höfði. Nýtt og reisulegt aðalanddyri tengir vel saman allar hæðir nýbyggingar og verður til þess að aðalinngangur verður áberandi kennileiti sem býður menn velkomna í skólann. þaðan eru góð sjónræn tengsl á milli hæða sem gefa rýminu aukið vægi. Inn af aðalanddyri er skáli sem tengist fjölnotasal og bókasafni. Galli er þó hversu lokaður salurinn er frá skálanum og nauðsynlegt að opna þar betur á milli. Auk þess er skálinn fullstór og æskilegt að nýta það svæði betur.

Óreglulegt form bókasafnsins myndar áhugavert mótvægi við annars beinar línur skólahússins. Höfundar sækja form þess í nafn safnsins „viskusteinn“ og er því ætlað að undirstrika mikilvægi bóka- og upplýsingamiðstöðvar skólans. Staðsetning safnsins er ágæt fyrir kennslustofur nýbyggingar en nokkuð afskekkt fyrir stofur í eldri byggingum. Kostur væri ef safnið yrði dregið betur inn í skálann sem þá um leið minnkar og þar með vægi þessa hliðarinngangs. Við slíka hliðrun minnkar einnig útisvæðið framan við skálann en stærð þess og staðsetning, undir útkragandi efri hæðum, virkar ósannfærandi.

Kennslurými eru sérstaklega vel skipulögð. Þó þarf að opna hópvinnurými meira en grunnmyndir sýna. Þá má einnig draga í efa staðsetningu stakrar kennslustofu og vinnuherbergis kennara við hlið aðalinngangs. Á það skal bent að dyr að kennslustofum eiga að opnast út. Þá væri það kostur ef tenging við þrístein á 1. og 2. hæð yrði rýmkuð. Flæði um byggingarnar er mjög gott og höfundar hafa leyst vel mismunandi hæðarkóta á milli bygginga. Byggingin virðist fara örlítið út fyrir byggingarreit í grunnplani til suðvesturs og innkeyrslu á lóð er breytt frá gildandi deiliskipulagi.

Lóð skólans er falleg og frumlega skipulögð. Hún kemur til með að þjóna jafnt nemendum sem íbúum hverfisins. Útfærsla á mögulegum bílakjallara er vel leyst. Framsetning tillögunnar er falleg, einföld og skýr, en útlit og snið eru þó helst til dökk.“

Nýjungar í arkitektúr og skipulagi

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að því að uppfæra heimasíðu Skipark – enda löngu orðið tímabært. Við stefnum að því hér eftir sem hingað til að veita viðskiptavinum okkar bestu fáanlega þjónustu skipulagsfræðinga, arkitekta og verkfræðinga – frá hugmynd að farsælli framkvæmd.

Hagkvæmt hús á Eyrarbakka

Arkitekt hannað tilrauna einbýlishús á Eyrarbakka

Tilraunahúsið sem verið er að byggja

Eitt þeirra spennandi verkefna sem við erum að vinna við þessa dagana er að byggja sérstaklega „hagkvæmt“ tilraunahús á Eyrarbakka í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Mannvirkjastofnun og fleiri aðila. Nýsköpunarmiðstöð mun setja upp sérstaka heimasíðu fyrir þetta verkefni og mæla m.a. þéttleika hússins, orkunotkun, loftræsingu ofl. Að byggingu lokinni mun húsið verða til sýnis fyrir almenning í um mánaðartíma.