Litlar íbúðir í New York

adAPT íbúðasamkeppnin

Borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, tilkynnti í byrjun þessa árs niðurstöður í samkeppni sem þar var efnt til í júlí á síðasta ári um hönnun lítilla íbúða, en 1,8 millj. af íbúum borgarinnar búa einir eða tveir saman í íbúð. Í borginni eru núna einungis ein milljón  eins og tveggja herbergja íbúðir. Margar aðrar borgir m.a. Boston og London eru nú að vinna að svipuðum hugmyndum til þess að mæta óskum íbúanna og laða til sín ungt fólk.

Í ræðu við afhendingu verðlauna í þssari samkeppni, þar sem 33 tillögur bárust, minntist Michael Bloomberg m.a. á að talið er að nú þegar vanti um 800.000  litlar íbúðir fyrir þetta fólk í New York á skaplegu verði og þessi eftirspurn eigi bara eftir að aukast. „Þetta þýðir líka að nauðsynlegt er að breyta núgildandi byggingarlöggjöf til þess að hægt sé að byggja þannig litlar íbúðir sem þetta fólk sárlega vantar. Núgildandi byggingarlöggjöf var sniðin að aðstæðum sem eru að mörgu leyti mjög ólíkar raunveruleika og tæknistigi dagsins í dag og ekki nema sanngjarnt að hún þjóni fólkinu og vandamálum þess en ekki öfugt.“ http://www.bustler.net/index.php/article/nyc_mayor_bloomberg_announces_winner_of_adapt_nyc_mirco-unit_apartment_comp/Til stendur að breyta byggingarsamþykkt borgarinnar til þess að hægt sé að byggja þessar  litlu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í septembr 2015 í 55 íbúða húsi. Íbúðareiningarnar, sem eru 23 – 34 m2 að stærð eru búnar til í verksmiðju og fluttar nær fullbúnar á viðkomandi lóð.

Auðvelt er að breyta íbúðinni eftir þörfum húsráðanda.

Vinningstillagan og fjórar aðrar verða sýndar í borgarsafni New York borgar (the Museum of the City of New York) á sýningu sem ber heitið „Making Room: New Models for Housing New Yorkers. Þar verður áhersla lögð á að sýna hvernig hugsanlegt er að koma til móts við breytta fjölskyldustærð og lífsvenjur New York búa og hvetja til umræðu um þessi mál. Hægt er að skoða þær fimm tillögur sem náðu lengst í þessari samkeppni á eftirfarandi hlekk:http://ny.curbed.com/archives/2013/01/23/meet_the_five_finalists_in_nycs_microapartment_competition.php

Nú er fyrirhugað að byggja 14.500 íbúðir í gömlum hverfum Reykjavíkur til ársins 2030 og ekki væri úr vegi að forráðamenn húsnæðismála, höfundar nýrrar byggingarsamþykktar, sveitarstjórnarmenn, skipulagsfræðingar og aðrir sem fjalla um þessi mál gerðu sér ferð á næstunni til New York til að skoða þessa sýningu og kynna sér þessi mál nánar.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *