Nýjungar í arkitektúr og skipulagi

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að því að uppfæra heimasíðu Skipark – enda löngu orðið tímabært. Við stefnum að því hér eftir sem hingað til að veita viðskiptavinum okkar bestu fáanlega þjónustu skipulagsfræðinga, arkitekta og verkfræðinga – frá hugmynd að farsælli framkvæmd.

Hagkvæmt hús á Eyrarbakka

Arkitekt hannað tilrauna einbýlishús á Eyrarbakka

Tilraunahúsið sem verið er að byggja

Eitt þeirra spennandi verkefna sem við erum að vinna við þessa dagana er að byggja sérstaklega „hagkvæmt“ tilraunahús á Eyrarbakka í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Mannvirkjastofnun og fleiri aðila. Nýsköpunarmiðstöð mun setja upp sérstaka heimasíðu fyrir þetta verkefni og mæla m.a. þéttleika hússins, orkunotkun, loftræsingu ofl. Að byggingu lokinni mun húsið verða til sýnis fyrir almenning í um mánaðartíma.

One thought on “Nýjungar í arkitektúr og skipulagi

  1. Góð tilraun, er forvitin að sjá nákvæmar lýsingar á frágangi grunnplötunnar og óloftræsta þaksins, ásamt lýsingum á varmaskiftinum
    Það þarf að halda áfram með byggingartilraunir á íslandi sem henta okkar aðstæðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *